Vírusinn komst ekki í gegnum Netvara Símans

Vildi bara benda fólki á að Netvari Símans og Netvörður Símans stöðvuðu þessa hættu 7. nóvember síðastliðinn... eða fyrir rúmlega mánuði síðan. http://securitylabs.websense.com/content/Alerts/3233.aspx

 Smá upplýsingar um Netvarann...

"Netvarinn hjálpar internetnotendum að verja sjálfan sig og tölvur sínar fyrir óæskilegu efni á Internetinu. Þjónusta þessi stendur til boða fyrir alla þá sem eru með internetþjónustu hjá Símanum og kostar aðeins 0 krónur.

Netvarinn virkar á Internettenginguna og því þarf ekki að setja upp neinn hugbúnað í tölvum notenda. Hægt er að sækja um og breyta stillingum Netvarans á Þjónustuvef Símans."

Ég vil kvetja alla til að kíkja á  http://www.siminn.is/netvari-simans/ og kynna sér Netvara Símans betur.

 


mbl.is Vírus herjar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Svo er líka gott að nota Apple/Macintosh :9

Mrönd (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 12:14

2 identicon

Þetta er ekki vírus heldur almenn óværa sem fólk þarf að hafa fyrir að niðurhala sjálft og setja inn í tölvuna.

Vírusar dreifa sér sjálfir án þess að notandi  þurfi að taka þátt í leiðindunum.

 En með það að þessu hafi verið bætt inn í ruslvörn símans fyrir mánuði þá þýðir það að það tekur símann ÞRJÁ mánuði að bæta alvarlegum hættum í gagnagrunnin sinn.

Það telst ekki góður árangur í tölvuheiminum. 

ari (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Magnús Magnússon

Sæll Ari


Ég er klárlega enginn spekingur í sambandi við vírusa eða aðrar veirur á netinu og þykist ekki vera það. En ég veit hinsvegar að Netvari Símans er tengt Webcense sem er með þeim fremstu á þessu sviði. Ég skil ekki hvernig þú færð það út að það hafi tekið Símann þrjá mánuði að bæta þessu við í gagnagrunninn sinn?


Og miðað við fréttina frá Webcense þá kom þetta fyrst fram 7. nóvember á Facebook (á ensku - 11.07.2008 = á íslensku 07.11.2008) 


 En eins og ég segi, ég er enginn sérfræðingur í þessum málum en ég hvet alla til að kynna sér þessi mál betur.

Magnús Magnússon, 12.12.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband